thjver

Vinnubækur

Eftir umræðu um hvert viðfangsefni sem auðvitað tekur mislangan tíma ( 20 mín - 3 dagar!) fá börnin A4 blað skrifa til hliðar á það eftir töflu lista af orðum sem komu fram í umræðunum bæði til minnis og í réttritunarskyni. 
Eftir það teikna börnin frjálst um efnið í myndreitinn eða kennarinn gefur fyrirmyndir til hjálpar á töflu ef með þarf 
(aldrei ljósrit). Einnig geta börnin leitað fyrirmynda í bókum Blöðin eru merkt eiganda og geymd í skólanum. 
Að vori er þeim svo raðað í tímaröð og heft í bækur. Sumum kann að finnast ónauðsynlegt að gera svo mörg vinnubókarblöð, en mér fannst það ómissandi. Hvort tveggja var að þetta undirstrikaði og rifjaði upp og foreldrarnir gátu þá séð hvað börnin höfðu verið að gera og rætt efnið. 
Börn eru skiljanlega misfljót að lesa, skrifa og teikna. Þau hæggengu þurfa ekki að klára orðalistann, kennarinn getur líka skrifað fyrir þau og látið þau lesa jafnóðum. 
Í allri kennslu þarf að hliðra til eftir aðstæðum og getu nemenda til að enginn finni til vanmáttar.
Athugið!    Það eru sýnishorn af vinnubókarblaði á bak við hvert viðfangsefni.
Best er að börnin prenti orðin með blýanti en teikni með vaxlit til þess að myndin verði stór.

Vinnubækur Föndur Leiklist Frímerki Þjóðfáni Alfræði Esperantó Gjaldmiðill Heimaritgerðir 
Þjóðhátíðarmerki Skáldskapur Kortagerð Búreikningar Skattaskýrslur Þjóðbúningar Ræðumennska
Myndsköpun Vegabréf Leikmyndagerð Þjóðsögur