thjver

Skáldskapur

Flest börn segjast ekki geta ort ljóð ef þau eru beðin um það. Það er mjög eðlilegt. Ef illa hefur gengið að koma þeim af stað hef ég blátt áfram útbýtt blöðum og sagt að allir yrðu að reyna og nefnt dæmi um hugsanleg yrkisefni. Ég huggaði þau með því að enginn fengi að sjá skáldskapinn nema ég ef þau væru feimin við það. Uppskeran hefur alltaf farið fram úr björtustu vonum þegar ísinn var brotinn. Kennarinn má ekki vera of kröfuharður heldur hlúa að þessum veika gróðri.

 

Ljóð um vin
Ég hitti vinkonu
einn sólskinsdag.
Ég rétti henni höndina
og sýndi henni listina
og söng fyrir hana ljúflingslag.

Ljóð um ástina
Komdu, ástin mín,
sólin er að setjast.
Hvar er höndin þín ?
áttu við vanda að etjast ?

 

Matarþula
Steikin er góð,
bráðum kemur fiskaflóð,
og við étum hann upp til agna
Þetta segi ég ykkur satt
því sannleikurinn
er bestur sagna.

 

Lofsöngur
Þú ert heppið blóm
að vera á þessu landi
sem er byggt á grjóti
mold og sandi.

Hér ríkir Guðs andi.
Hér er friður,
í ánum ómar fallegur kliður.
Heillastjarna á berum himni skín
og þarna flýgur friðardúfan mín.

hulduljod.GIF (50951 bytes)
Ljóðalestur
Ath: að taka inn hljóð tekur tíma

Ljóð til landsins míns
Þú ungi, sem brýst úr eggi fyrst,
flýgur lausum hala yfir himininn.
Sérð þú líka fagra landið,
sem býr fyrir handan hafið stóra.
Þú land hefur býsna fallegt klæði.
Það eru silkifjöll
og mold, dalir, gróður, blóm og himinn.
En á veturna færðu mjallhvítan kjól,
það er snjórinn.
Fuglar flýja til heitra land
en sum dýr
leggjast í vetrardvala.
Þetta fagra land, þetta fagra land,
sem brotist hefur
inn í silkisand
heitir Skagey.

Vinnubækur Föndur Leiklist Frímerki Þjóðfáni Alfræði Esperantó Gjaldmiðill Heimaritgerðir
 Þjóðhátíðarmerki Skáldskapur Kortagerð Búreikningar Skattaskýrslur Þjóðbúningar Ræðumennska
Myndsköpun Vegabréf Leikmyndagerð Þjóðsögur