Myndsköpun
|
|
Í flestum skólum eru sérstakir
myndmenntakennarar. En ef svo er ekki verður bekkjarkennarinn að sinna því verki. Það er endalaust hægt að láta teikna frjálst en líka er æskilegt að láta teikna eftir fyrirmyndum. Sjálfsagt er að kynna börnunum sem flestar tegundir lita og kenna þeim að vinna með þá. Ég hef gert mikið af því að láta börnin velja sér myndir úr dýrafræðibókum, teikna þær með blýanti, lita þær með vatnsleysanlegum vaxlitum, fara síðan yfir myndina með vatnsblautum pensli og ef við á að teikna ofan í þær þurrar með töflukrít eða olíupastel. |
Myndir gerðar með olíupastellitum læt ég gjarnan
lakka yfir með pensli vættum í límlakki til að liturinn smitist ekki út og myndin
endist betur. Oft eru börnin marga daga eða vikur að fullvinna svona myndir en það kennir þeim bara vandvirkni og þolinmæði. |
Málverkasýning
Vinnubækur Föndur Leiklist Frímerki
Þjóðfáni Alfræði Esperantó Gjaldmiðill Heimaritgerðir
Þjóðhátíðarmerki
Skáldskapur Kortagerð Búreikningar Skattaskýrslur Þjóðbúningar Ræðumennska
Myndsköpun Vegabréf Leikmyndagerð Þjóðsögur