thjver

Kortagerð - Íbúakort

Byggðakortið verður alltaf að gera síðast því taka þarf tillit til allra hinna kortanna (nema veðurkortsins) þegar landnemarnir velja sér stað til búsetu. Ég læt börnin velja sér stað fyrir lögheimili og sumardvalarstað og merkja hvoru tveggja inná kortið. Sumardvöl geta menn haft hvar sem er en með lögheimili þarf einnig að taka tillit til starfs viðkomandi. Það er gaman að sjá hve undrandi börnin verða þegar þéttbýliskjarni hefur skapast án þess að þau hefðu hugsað sér það. Þarna læra þau hvernig stórborgirnar í útlöndum urðu til.
Hvar svo sem börnin hafa numið land í byrjun og trúlega haldið hópinn fyrst í stað, kemur að því að þaau vilja dreifa sér um landið og hasla sér völl persónulega. Rætt er um að börnin þurfi að kynna sér öll kortin vel áður og taka tillit til atvinnu og aðgengi að sameiginlegri þjónustu ef þeim finnst þau þurfa á henni að halda.
Börnin fá vinnubókarblað og í stað orðalista eru teiknuð tákn fyrir lögheimili og sumardvalastað. Síðan eru útlínur landsins teiknaðar í myndreit og hvert barn merkir sína staði inná eigið kort.
Seinna er gert stórt sameiginlegt kort og táknin sett á það til hliðar, nú merkja öll börnin sína staði inná þetta kort og skrifa nöfnin sín smátt við. Þá blasir loks raunveruleiki þéttbýlis og dreifbýlis við.
Er einhvers  að gæta við val sumardvalastaðar?
Þarf ef til vill að friða fagran stað, frekar en að fella skóg til að koma sumarhúsum fyrir?

 

ibuakort.gif (42661 bytes)
Öll kort eru unnin af 8 ára börnum

Vinnubækur Föndur Leiklist Frímerki Þjóðfáni Alfræði Esperantó Gjaldmiðill Heimaritgerðir 
Þjóðhátíðarmerki Skáldskapur Kortagerð Búreikningar Skattaskýrslur Þjóðbúningar Ræðumennska
Myndsköpun Vegabréf Leikmyndagerð Þjóðsögur