thjver

Heimaritgerðir

Heimaritgerðir um landnámið
og lífið í landinu.

Kennarinn skrifar fyrirsögn inn í
stílabókina fyrir hvert efni, t.d.
Land verður til
Sjóferðin
Húsaskjól
Matur
Trúmál
Stjórnmál
................

Ég gaf börnunum frjálsar hendur um hvort eða hvernig þau unnu að heimaritgerðum. Sum vildu vera laus við þær og fengu það. Önnur skrifuðu 2-3 línur og teiknuðu. Þau sem höfðu áhuga á heimaritgerðum skrifuðu ýmist frá eigin brjósti, fengu hjálp foreldra sinna eða leituðu upplýsinga í bókum og gátu heimilda. Móðir fann að því einu sinni við mig að barnið hennar ætti að skrifa um stjórnmál en gat ekki munað það sem talað hafði verið um þetta efni í skólanum. Ég varð fegin þessari athugasemd því að þá gat ég skýrt betur út hvað fyrir mér vakti. Börnin eiga ekki að skrifa endursögn af því sem talað var um í skólanum heldur það sem þeim dettur sjálfum í hug þegar þau lesa fyrirsögnina sem ég skrifa í heimaritgerðarbækurnar hverju sinni. Sumir ortu jafnvel ljóð eða skrifuðu skáldsögur um efnið, allt var það jafnvel þegið af minni hálfu. Ekki hafa börnin nú samið þetta ein var stundum sagt við mig. Vafalaust ekki svaraði ég en einn liður í þessari kennsluaðferð er að fá foreldrana með og fá börnin til að átta sig á að alls staðar liggur fróðleikur bara ef þau hafa augun og eyrun opin og bera sig eftir björginni.

Hvers vegna óleiðrétt?
Eftir mikla umhugsun og af ráðnum huga
ákvað ég að leiðrétta hvorki málfar né
stafsetningu á því sem börnin sömdu sjálf
með íkroti. Ég gerði það munnlega og þá aðeins í aðalatriðum. Einnig hvatti ég foreldra til að segja þeim til heima. Mér finnst að það gæti kippt fótunum   undan kjarki þeirra sem eru að stíga sín fyrstu skref í að tjá sig skriflega að mikið sé sett út  á verk þeirra. Hins vegar lagði ég mikla áherslu á réttritun á öðrum vettvangi.

Vinnubækur Föndur Leiklist Frímerki Þjóðfáni Alfræði Esperantó Gjaldmiðill Heimaritgerðir 
Þjóðhátíðarmerki Skáldskapur Kortagerð Búreikningar Skattaskýrslur Þjóðbúningar Ræðumennska
Myndsköpun Vegabréf Leikmyndagerð Þjóðsögur