thjver

Föndur

Í sumra huga er föndur tímaeyðsla, gildislaust dútl sem drepi niður listamanninn í barninu. 
Ég er algjörlega á öndverðri skoðun. Það er mikið búið að gerast í huga og höndum, áður en lítill að því er virðist ómerkilegur hlutur er orðinn til. 
Föndur kennir einnig börnunum að nýta efnivið sem virðist til einskis nýtur og einnig kennir það þeim að bjarga sér síðar hvort sem það er í smíðum, saumaskap eða hvers kyns hönnun. 
Það er skemmtilegt að sjá gleðina og undrunina sem skín úr augum barnanna þegar verkið er fullbúið.
En gleðin er eitt af því sem við megum ekki vera án í skólanum. Föndrið örvar sköpunargleðina og hugmyndaauðgina og er þá ekki til einskis föndrað.

Stundum er föndrið fljótgert en oft tekur það marga daga og börnin misfljót að klára. Ég hef haft þann sið að merkja hverju barni stórt umslag og láta þau safna í það hlutum sem seinna verða settir saman þegar allt er tilbúið. Þau börn sem röskust eru hafa alltaf reynst hjálpleg félögum sínum. Sú hjálp er góð og holl fyrir alla. Allt sem heitir að ljósrita tel ég afar neikvætt, vil láta teikna fríhendis með hjálp frá töflu ef með þarf. Ef stærðir þurfa að vera í réttum hlutföllum er best að láta börnin hafa rétta stærð tilsniðna af t.d. kartoni í hvern hluta viðfangsefnisins.

!giraffi.gif (26206 bytes)

Hanar-1.gif (53658 bytes)

 

!trollhe.gif (76664 bytes)

Vinnubækur Föndur Leiklist Frímerki Þjóðfáni Alfræði Esperantó Gjaldmiðill Heimaritgerðir 
Þjóðhátíðarmerki Skáldskapur Kortagerð Búreikningar Skattaskýrslur Þjóðbúningar Ræðumennska
Myndsköpun Vegabréf Leikmyndagerð Þjóðsögur