thjver

Esperanto

Glósubókardæmi:

land=lando
faðir=patro
hundur=hundo
borð=tablo
sonur=filo
maður= viro
kona= virino
dóttir=filino
móðir=patrino
epli=pomo
dúkka=pupo
björn=urso
bók=libro

 

Ég segi börnunum að tungumálið sé byggt upp eins og tré. Það hafi rætur og stofn sem aðalhluta en þar sem tré hefur greinar og lauf bætist við stofn tungumálanna, viðskeyti, forskeyti og smá orðahlutar sem gefa tungumálinu líf.
Þessi uppbygging er sérstaklega greinileg í Esperantó þannig að 8 ára börnum verður fljótlega leikur einn að mynda litlar setningar. Til þess að geta lært svolítið í Esperantó þurfa börnin að þekkja helstu orðflokka í íslensku. Eftir það er leiðin greið inn á Esperantó þar sem hver orðflokkur hefur sína endingu. Við þessa vinnu venjast börnin á að umgangast orðabók og glósur. Þar að auki eru stofnarnir í Esperantó þeir sömu og í flestum tungumálum sem þau læra seinna.

 

Glósubókardæmi:

nova=nýr
juna=ungur
esti= að vera
legi= að lesa
stari= að standa
sidi= að sitja
mi= ég
vi= þú
ni= við
li=han
ili=þau
blua=blár
verda=grænn

 

Börnin fá þéttstrikaða stílabók og teikna tré með rótum og greinum og laufum á fyrstu síðuna. Þetta tré er tákn fyrir uppbyggingu tungumála þ.e.a. s. það hefur rætur, stofn og forskeyti, viðskeyti og innskot í stað greina og laufa.
Til þess að geta lært Esperanto þurfa börnin fyrst að læra um helstu orðflokka í íslensku, svo sem nafnorð, lýsingarorð og sagnorð. Ennfremur eintölu og fleirtölu, nútíð og þátíð og greini.

Öll nafnorð í Esperanto enda á o. Öll lýsingarorð enda á a. Öll fleirtala endar á j. Nafnháttur sagna endar á i. Nútíð sagna endar á as og þátíð á is. Greinirinn er alltaf la bæði í et,ft, og öllum kynjum. Nafnháttur sagna endar á i. Nútíð sagna endar á as og þátíð á is. Greinirinn er alltaf la bæði í et,ft, og öllum kynjum.

Athugið að með börnunum er farið mjög hægt yfir og tekin  mörg dæmi  um orð í hverjum orðflokki.

 

 

Nafnorð:
et.ft. með og .an greinis + þýð
domo=hús (eintala)
la domo=húsið
domoj=hús (fleirtala)
la domoj=húsin

Lýsingarorð:
et,ft, (stigbr. síðar)
bela=fallegur, falleg, fallegt
belaj=fallegir, fallegar, falleg

Nafnorð + lýsingarorð +greinir
bela domo=fallegt hús
belaj domoj=falleg hús
la bela domo=fallega húsið
la belaj domoj=fallegu húsin

Sagnorð:
pluri=gráta nafnháttur
pluras=grætur (í öllum kynjum og tölum)
pluris=grét (í öllum kynjum og tölum)

Forskeytið mal
breytir lýsingarorðum í andstæðu sína
granda=stór
malgranda=lítill
bona=góður
malbona=vondur

Innskotin in og id............
kato= köttur
kat-in-o= læða
kat-id-o= kettlingur

Innskotin eg og et.............
domo=hús
dom-et-o=kofi
dom-eg-o=stórhýsi

 


Börnin hafa teiknað hið táknræna tré á fyrstu síðuna   í glósubókina sína. Hvert málfræðiatriði er rammað inn í kassa með lit til að fljótlegt sé að finna það aftur.
Svo glósa börnin 5 - 8 orð sem eru í samhengi við málfræðikassann. Þegar börnin mega velja sér verkefni og kjósa Esperanto fá þau aðgang að lausblaðaorðabók (ljósrit). Þar velja þau orð og skrifa þau í sína eigin glósubók. Það er mjög misjafnt hvað þau skrifa mikið. Sum fá sér orðabók á bókasafni og taka glósubókina með sér heim og vinna þar. Það er ótrúlegt hvað börnin eru fljót að verða fær í að mynda setningar og búa til litlar sögur. Mörg þeirra hafa mjög gaman af því að þýða nafnið sitt yfir á Esperanto t.d. fann ein telpa út sem heitir Oddný að nafnið hennar á Esperanto væri Pieto nova.

!esp-tre.gif (32300 bytes)

 

 

Ítarefni
Byrjendabók í Esperanto
Orðabók

Gaman að kynna sér:
La malgranda flava kokino=Litla gula hænan
La bonbon knabo=Sætabrauðsdrengurinn

Vinnubækur Föndur Leiklist Frímerki Þjóðfáni Alfræði Esperantó Gjaldmiðill Heimaritgerðir 
Þjóðhátíðarmerki Skáldskapur Kortagerð Búreikningar Skattaskýrslur Þjóðbúningar Ræðumennska
Myndsköpun Vegabréf Leikmyndagerð Þjóðsögur