bureikn-thjver

Búreikningar

Ég hef verið spurð hvers vegna ertu að kenna börnunum á ávísanahefti sem verða orðin úrelt þegar þau eru orðin stór ? Ég svara því til að ávísanaheftin innihaldi raunverulega heimilisbókhald. Fyrst ræðum við mismunandi laun fyrir mismunandi vinnu en komum okkur svo saman um meðallaun sem við göngum út frá. Það verður alltaf skrýtinn svipurinn á þeim þegar þau þurfa að byrja á því að draga allt að 40% frá til skatts. Svo taka við umræður um hverjir séu helstu útgjaldaliðir heimilanna svo sem húsnæði, matur, fatnaður, rafmagn, hiti o.s.frv. Þau verða agndofa yfir hve dýrt er að lifa.

Fyrst fá þau svokallað æfingahefti þar sem þau fylgja kennaranum eftir af töflu og læra þar að ávísa og draga frá innistæðunni sem er ásamt útgjöldunum þau sömu hjá þeim öllum.Að því loknu fá þau lausblaða ávísanahefti þar sem þau geta unnið heima með hvaða innistæðu og útgjöld sem þau kjósa sjálf.
Veit ég skemmtilegt dæmi um að börn hafi leikið sér að því heima að þykjast versla við ferðaskrifstofur og fleiri fyrirtæki eftir auglýsingabæklingum.
Sama leik má einnig leika með sérstökum gjaldmiðli hvers lands.

Peningar

Ávísanahefti

Vinnubækur Föndur Leiklist Frímerki Þjóðfáni Alfræði Esperantó Gjaldmiðill Heimaritgerðir 
Þjóðhátíðarmerki Skáldskapur Kortagerð Búreikningar Skattaskýrslur Þjóðbúningar Ræðumennska
Myndsköpun Vegabréf Leikmyndagerð Þjóðsögur