alfraedi-thjver

Alfræði

Oft kvarta kennarar undan því að sum börn séu undireins búin með það sem fyrir þau er lagt og þá vantar verkefni. Þessi alfræðibókagerð kemur þarna í góðar þarfir. Hún er fólgin í því að börnin velja sér heima, á bókasafni eða í skólanum bækur um efni sem þau eru forvitin um, koma með þær í skólann ásamt stórri stílabók. Þau skrifa upp úr fræðibókinni það sem vekur athygli þeirra og myndskreyta. Þetta er að öllu leyti frjáls vinna og þau geta farið á milli fræðigreina að vild.Þarna opnast þeim ný leið til að læra og skrásetja það sem þau hafa sjálf mestan áhuga á. Þau eru óþreytandi og skemmta sér hvað best þegar þau geta kennt kennaranum eitthvað sem þau hafa uppgötvað. Þarna helst vel í hendur hin staðgóða sjálfsmenntun liðins tíma og upplýsingaaðgengi nútímans.

!alfradi.gif (47519 bytes)

!alfraed.gif (16143 bytes)

Vinnubækur Föndur Leiklist Frímerki Þjóðfáni Alfræði Esperantó Gjaldmiðill Heimaritgerðir 
Þjóðhátíðarmerki Skáldskapur Kortagerð Búreikningar Skattaskýrslur Þjóðbúningar Ræðumennska
Myndsköpun Vegabréf Leikmyndagerð Þjóðsögur