thjodmal-stjornarf

Stjórnarfar

Viðfangsefni

Börnin fræðast um mismunandi stjórnarfar vítt og breitt um heiminn.

Umræðuefni
Þau kynnast muninum á konungi, keisara, forseta, eða einvaldi og hvað býr að baki. Tekin eru dæmi úr veraldarsögunni t.d. frá nágrannalöndum okkar og frá löngu liðnum tíma með Napóleon, Kalikúla, Alexander mikla, Hitler o.fl.

Að loknum umræðum kjósa þau leynilega hvers konar stjórnarfar þau vilja hafa í sínu landi.

 

Orðakistill
Stjórnarfar, lýðræði, konungsstjórn, keisaradæmi, einveldi, þjóðhöfðingi, þing, konungur, forseti, þegnar, ríkisstjórn, stjórnarskrá, stjórnarandstaða, ráðherrar, þingmenn, frumvörp, lagasetning, framkvæmdavald, fjárlög, kosningar

 

Vinnubók
Börnin teikna frjálst um efnið
Sýnishorn

kjörseðill

Menntamál Heilbrigðismál Stjórnarfar Fjármál Dómsmál