thjodmal-fjarmal3

Inn og útflutningur

Viðfangsefni
Viðskipti milli landa.

Umræðuefni
Er nauðsynlegt að eiga viðskipti við önnur lönd? Hvað þarf að kaupa í útlöndum? Hvað getum við selt í staðinn? Hvað er innflutningur? Hvað er útflutningur? Hvað er viðskiptahalli?

 

Orðakistill
Innflutningur, útflutningur, tollar, viðskiptahalli, þjóðarframleiðsla, útflutningsvörur, fiskafurðir, ullarafurðir, vatn, hestar, skinn o.fl., innflutningsvörur, kaffi, sykur, vélar, bensín o.fl.,

 

Vinnubók
Teiknað frjálst um efnið
Sýnishorn

innflutn mynd1.gif (40928 bytes)

Þegar rætt var um innflutning til Kisulands kom upp deila um hvort eyða skyldi í sælgæti. Eins og svo oft þegar deilt var, heyrðist hógvær sáttarödd :
Fyrst hvort sem er á að flytja inn sykur er þá ekki hægt að búa til karamellur í potti heima.?

Úr heimaritgerðum:

Sum viðskipti eru þræl-flókin til dæmis við útlönd, þegar allt sem vantar þaðan er miklu dýrara en útflutningur okkar getur borið. Hvað á þá að gera ? Hætta við að kaupa tæki til að reisa virkjun og sitja í dimmum húsum eða fara að fá lán erlendis ? Það þarf að hugsa, spara en þora samt að gera eitthvað ? En það er vont að vera með viðskiptahalla við önnur lönd.

Okkur vantar allt mögulegt hér í Svaney. Þess vegna þarf mikinn innflutning. En allir skilja það að ef maður þarf innflutning þá verður að hafa útflutning. Allt sem við fáum er dýrara en það sem við seljum. Það heitir viðskiptahalli við útlönd. Þá neyðumst við til að taka lán og það þarf að borga mikla vexti. Það þarf að vinna mikið til að vera þjóð.

Við verðum að hafa viðskipti við útlönd, því að við getum ekki búið til allt sem þarf. Innflutningurinn okkar er sykur, hveiti, vélar og margt fleira. Útflutningurinn er fiskur, ull, kjöt, vatn og minjagripir. Þegar við hugsum um hvað það kostar sem við flytjum inn, er það oftast miklu dýrara en það sem við seljum. Það er þá viðskiptahalli, og það er vont að hafa hann. Allar þjóðir ættu að reyna að hafa það öfugt.

Menntamál Heilbrigðismál Stjórnarfar Dómsmál Fjármál