thjodmal-fjarmal1

Fjármál þjóðar

Viðfangsefni
Opinber fjármál, fjárlög, fjárveitingar, gjaldmiðill, skattpeningar,

Umræðuefni
Hvað er greitt úr sameiginlegum sjóðum? Hvaðan koma peningarnir? Eru allir ánægðir með meðferð fjár skattgreiðenda? Ræða erlendar lántökur. Hvað þýðir að ábyrgjast og hvað hefur það í för með sér? Ræða um gjaldmiðla ýmissa þjóða?

 

Orðakistill
Ríkiskassi, ríkisféhirðir, ríkisstarfsmenn, krónur, pund, dollarar, pesetar, frankar, mörk, rúblur, yen, evrur o.s.frv.

 

Vinnubók
Teiknað frjálst um efnið
Sýnishorn

sedlar mynd-1.gif (34840 bytes)

 

Úr fórum landnema
Sum viðskipti eru einföld, til dæmis ef sjómaður lætur bónda hafa fisk og fær kjöt í staðinn. Fyrst höfðum við ekki okkur eigin peninga. Nú erum við búin að fá mynt sem heitir skref og það eru 100 spor í hverju skrefi. Sum viðskipti eru þrælflókin til dæmis við útlönd, þegar allt sem vantar þaðan er miklu dýrara en útflutningur okkar getur borið. Hvað á þá að gera ? Hætta við að kaupa tæki til að reisa virkjun og sitja í dimmum húsum eða fara að fá lán erlendis ? Það þarf að hugsa, spara en þora samt að gera eitthvað. En það er vont að vera með viðskiptahalla við önnur lönd.

Menntamál Heilbrigðismál Stjórnarfar Dómsmál Fjármál