thjodmal-fjarmal

Fjármál heimila

Viðfangsefni
Börn gera sér yfirleitt litla grein fyrir í hvað peningar fara og hversu dýrt er að lifa. Þau gera sér heldur ekki góða grein fyrir hve mikil vinna og kostnaður liggur að baki hverri flík, hverri bók, hverjum matarbita. Það er nauðsynlegt að láta þau halda heimilisbókhald, velta fyrir sér mismunandi launum og áhrifum skatta. Einnig hafa þau gott af að hugsa um hvað það þýðir að taka lán og ábyrgjast og hvað gerist ef ekki er staðið í skilum.

Umræðuefni
Ræða mismunandi efnahag og laun. Hver eru helstu útgjöld heimila? Er misjafnt verð á vörum og þjónustu eftir stöðum?  Hvað eru neytendasamtök? Er  aðgæslu þörf í fjármálum?

 

Orðakistill
Útgjöld, húsnæði, matur, föt, sími, bíll, sjónvarp, rafmagn, hiti, sskólabækur, skemmtanir, lyf. Lán, skuldir, vextir, hlutabréf, sparnaður, inneign, staðgreiðsla, greiðslukort, ávísanir,

 

Vinnubók
Teiknað frjálst um efnið
Sýnishorn

Úr fórum landnema

Fjármál geta verið mjög erfið. Við fengum öll ávísanahefti og lögðum inn kaup. Annars þýðir ekkert að skrifa ávísanir, maður fær bara sekt. Þegar kaupið er komið inn byrjar maður strax að missa það út. Það fer í húsnæðið, annað hvort leigu eða afborgun af íbúð, mat, föt, lyf, bensín, hita, eða rafmagn eða allt mögulegt. Það er óskiljanlegt hvað kaup er fljótt að verða búið. Það sést nú best á þessum ávísanaheftum. Ekki veit maður hvernig sumt fólk fer að.

avisanir mynd-1.gif (17626 bytes)

Menntamál Heilbrigðismál Stjórnarfar Dómsmál Fjármál