mannlif-tungumal

Tungumál

Í fyrsta landinu "Kisulandi" spurði nemandi einn dag: Á alltaf að tala íslensku á þessu landi eða hvað? Ég hafði ætlað mér að kynna börnunum orðabækur og notkun þeirra og einnig að glósa til að kenna þeim vinnubrögð við tungumálanám. Mér fannst enska og danska ekki passa á þessu stigi málsins en hafði áhuga á esperanto sem ég kunni þó ekki orð í, en hafði hugmynd um að þetta væri einfalt og rökrétt tungumál. Ég sneri mér til Baldurs Ragnarssonar kennara sem er vel þekktur úti um heim fyrir þýðingar á Esperanto og spurði hann hvort mögulegt væri fyrir mig að læra svolítið í Esperanto með 8 ára nemendum mínum. Hann sá ekkert því til fyrirstöðu, lánaði mér byrjendabók og orðabók í tungumálinu.
*Þótt börnin komi ekki út úr þessu námi fullfær á Esperanto tel ég að þetta sé góður undirbúningur fyrir annað tungumálanám. Fyrir utan að læra sína eigin málfræði geta rifjast síðar upp fyrir börnunum stofnar orðanna sem eru þeir sömu í flestöllum þeim tungumálum sem þau eiga eftir að læra. Einnig kemur þeim það vel að hafa vanist því að glósa og handfjatla orðabækur.

 

Viðfangsefni
Erlent tungumál.

Umræðuefni
Hvað er móðurmál?
Er Esperanto móðurmál einhverra?
Þarf tungumál að vera "dautt" þótt enginn eigi það sem móðurmál?
Færist ef til vill líf í það ef það er talað?
Hvað gæti Esperanto gert fyrir heiminn?

 

Orðakistill
Stofn, rót, viðskeyti, forskeyti, innskot, málfræði, nafnorð, lýsingarorð, sagnorð, greinir, eintala, fleirtala, nútíð, þátíð, nafnháttur,

 

Vinnubók
Börnin teikna frjálst um efnið
Sýnishorn

Þjóðsöngur   Svaneyjar:
La cigno nagas  sur la blua maro
kaj varmigas suno krutan altan monton
sur la verdaj duoninsuloj
dolce odoras belaj floroj
kaj arbaro verda estas cirkau lago.
En iu arbo estas eble mola nesto
en la nesto eble sidas carma birdo.
Cio estas tre trankvila kaj tre bela
la cielo estas hela.

tjsongsvaney.GIF (40260 bytes)
Þjóðsöngur Svaneyjar
Ath: að taka inn hljóð tekur tíma

Landnám Vísindi Trúmál Menning Tungumál Listir Þjóðhættir Samfélagshópar