mannlif-trumal

Trúmál

Viðfangsefni
Þarna gefst tækifæri til að ræða um hin ýmsu trúarbrögð í heiminum. Æskilegt er að börnin þroski með sér umburðarlyndi gagnvart trúarbrögðum annarra.

* Ég hef látið börnin læra og syngja ýmsa fullorðinssálma svo sem Lýs, milda ljós sem ég hef svo haft sem uppistöðu í umræður um þá sem villast af vegi, missa kjarkinn og finnst lífið táradalur en finna síðan leiðina til bjartara lífs. Sálmurinn Í fornöld á jörðu var frækorni sáð er góð aðför að umræðu um hversu voldugt það góða getur orðið ef hlúð er að því.

Umræðuefni
Rætt um kristna trú ( lútherstrú og katholska trú), múhamedstrú, búddatrú, ásatrú o.fl. Er eitthvað sameiginlegt með hinum ólíku trúarbrögðum?
Ræða um trúarbragðastríð úti um heim bæði fyrr og nú og hversu andstætt það er kjarna trúarbragðanna sjálfra sem byggjast öll á kærleika og siðfræði. Landnemarnir vilja kirkju og kirkjulegar athafnir.
Þeim eru kynnt helstu heiti hinna ýmsu athafna, kirkjumuna og kirkjuhátíða.

 

Orðakistill
Kirkja-altari-kaleikur-skírnarfontur-ræðustóll-hempa-prestakall-kór-kirkjuskip-skírn-ferming-gifting-jarðarför-
altarisganga-bænadagar-páskar-uppstigningardagur-hvítasunna-aðventa-jól.

 

Vinnubók
Teiknað frjálst um efnið
Sýnishorn

tilgmynd.jpg (11556 bytes)
Skírnarsálmur lesinn   Sunginn
Ath! að taka inn hljóð tekur tíma.

icon o.gif (64195 bytes)

 

 

Landnemi orti jarðarfararsálm:

Jarðaðu fólk
í frjálsum kirkjugarði.
Þú grætur tárum
heilum pollum
af sorg, en ekki af gleði.
En himnaríki bíður
og þar er gott að vera

annar landnemi orti kirkjuljóð:

Kirkjur hafa mikinn mátt,
en mennirnir hafa meiri.
Þeir gera margt sem miður fer,
en það er víst að hugsunin hefur bilað.

Hugsunin hefur tekið sér frí
og auka hugsun komið í staðinn.
Mennirnir fara út í óvissuna
þeir vita ei hvað þeir gera.
Þeir geta aldrei fyrirgefið það,
en innst inni er eitthvað gott
sem berst á móti því illa.

þriðji orti skírnarsálm:

Ó, Guð þú gafst mér ljós,
þú gafst mér lítið ljós,
þú gafst mér föður minn og móður,
og þú gerðir mig að manni.
Ó, Guð þú gafst mér ljós,

þú gafst mér lítið ljós,
þú gerðir heiminn svona fagran,
jörð og sól.

 

 

 tru mynd-1.gif (22625 bytes)

 prestur ljos.gif (47242 bytes)

 

jol mynd-1.gif (35518 bytes)

 

Jarðarför

Prestur

Á jólum við altarið

Landnám Vísindi Trúmál Menning Tungumál Listir Þjóðhættir Samfélagshópar