Viðfangsefni
Hinar ýmsu listir.
Börnin þurfa að fá að spreyta sig á myndlist bæði frjálst og eftir
fyrirmynd, á sem fjölbreyttastan hátt. Sjáfsagt er að börnin læri og syngi góð
lög og vandaða texta og að söngur sé eðlilegur liður í daglegu starfi.
Gaman er að þau börn sem leika á hljóðfæri eða hafa lært að dansa fái
að leika listir sínar fyrir hin börnin.
Nemendur séu hvattir til að yrkja ljóð. Órímuð ljóð eru þeim auðveldari
því rímið bindur þau of mikið efnislega fyrst í stað en sumir ráða við það
líka.
Umræðuefni
Hvað er sköpun? Hvað er list? Ræða hinar ýmsu listir.
Hvaða listaskólar eru til? Er til ómenntaður listamaður?
Nefnið listamenn og listaverk í öllum greinum.
Æskilegt er að börnin fái bæði að sjá og heyra list.