mannl-landnam

Undirbúningur

Viðfangsefni
Undirbúningur framtíðardvalar á nýju landi sem ekki hefur verið búið á .

Umræðuefni
Á hvaða tíma árs er skynsamlegast að nema land? Ræða um vorverk t..d. sáningu. Hverjar eru frumþarfir manna? Ræða byggingu yfir menn og dýr? Hvaða byggingarefni er til á landinu? Hvað gefur landið af sér til matar? Hvaða matartegundir er nauðsynlegt að taka með sér? Hvaða hlutir eru óþarfir eða ótímabærir? Ræða t.d. rafmagnstæki. Hvaða dýr þarf að taka með? Af hverju eru engin landdýr á óbyggðri eyju?

 

Orðakistill
Matur, fatnaður,  sængurföt,  tjöld, eldfæri, verkfæri, útsæði, fræ,  búsáhöld, eldunartæki, veiðarfæri, bústofn, bækur, byggingarefni, sjúkravörur o.fl.

 

Vinnubók
Teiknað frjálst um efnið
Sýnishorn

Úr fórum landnema:
Einn dag fyrir löngu varð mikið neðansjávargos.
Þá reis land uppúr sjónum og var eins og naut í laginu.
Landkönnuðir sem sáu það fyrstir sögðu að það væri grösugt og búsældarlegt og fiskur uppi í landsteinum.
Þá lögðum við af stað á litlu skipi með allra nauðsynlegasta dót til að nema okkar eigið land. Við fundum góða höfn í Klaufavík og reistum okkur hús úr timbri.

 

Landnám Vísindi Trúmál Menning Tungumál Listir Þjóðhættir Samfélagshópar