mannl-landnam

Sjóferðin

Viðfangsefni
Ferðin til fyrirheitna landsins

Umræðuefni
Hverjir stjórna skipinu? Hvaða tæki þarf á skip? Hvað gæti hent á sjóferð? Ræða: strand, bruna, vélarbilun, óveður, veikindi, árekstur við ísjaka (Titanic), maður fyrir borð o.fl. Hvaða björgunartæki þurfa að vera um borð í skipi. Hvaða lífgunaraðferðir þekkjast.? Hér er tækifæri til að kynna börnunum undirstöðu í skyndihjálp? Blástursaðferð og viðbrögðum við slysum. Hvað er tilkynningaskylda báta? Er hún nauðsynleg? Hvað er Slysavarnarfélag? Hvað gerir það? Kenna neyðarnúmer.

 

Orðakistill
Skipstjóri, stýrimaður, vélstjóri, kyndari, háseti, matsveinn, skipslæknir, sjókort, radar, dýptarmælir, björgunarbátar, farþegar, farangur, sjóveiki

 

Vinnubók
Teiknað frjálst um efnið
Sýnishorn

Úr fjársjóðskistu landnema:

Áfram var nú siglt.
Sjóveikin krækti í pilt.
Fólkið hafði hljótt
en honum batnaði fljótt.
Fólkið sá nú höfn.
Það var hún litla Dröfn.
Þá var lagt að landi,
Þau vöruðu sig á sandi.
Það var enginn vandi.

Landnám Vísindi Trúmál Menning Tungumál Listir Þjóðhættir Samfélagshópar