Veðurfar
Viðfangsefni
Mismunandi veður og áhrif þess á líf og land. Veðurspár og veðurkort. |
Umræðuefni
Rætt um veðurfar á þeim stað á jörðinni sem nýja landið er. Hvað orsakar vind ? Hringrás vatnsins. Áhrif veðurs á ræktun, ferðaþjónustu, mótun lands og byggðar. Rætt um fellibylji, hvirfilbylji, snjóflóð, aurskriður og flóð. |
Orðakistill Veðurkort, veðurlýsing, veðurspá, veðurtákn, heiðskýrt, skýjað, vindhraði og stefna, lægð, hæð, úrkoma, hitastig, kuldaskil, hitaskil. |
Vinnubók Börnin teikna veðurkort af landinu sínu. Til hliðar við kortið gera börnin reiti fyrir öll helstu veðurtáknin. Seinna gerir bekkurinn stórt veðurkort saman, sjá Kortagerð. Þar sem kennarinn telur sig ekki nógu vel
að sér í veðurfræði og hætta er á villum í kortagerð er góð hjálp í að
yfirfæra veðurkort af Íslandi yfir á nýja landið. |
Kortagerð |
Sólkerfið Jörðin Evrópa Norðurlönd Ísland Eldgosið Landslag Dýralíf Orka Landkönnuðir Örnefni Gróðurfar Veðurfar
.