Land-sol

Sólkerfið okkar

Viðfangsefni
Börnin skoða fjölfræðibækur með reikistjörnunum og ræða um einkenni þeirra og stöðu jarðar miðað við þær.
Sólkerfið okkar, reikistjörnur, fastastjörnur, sólin.


Leyfum börnunum að sýna eigin bækur og kenna hinum nemendunum og kennaranum alltaf þegar mögulegt er.

Umræðuefni
Hvað vitum við um geiminn ?
Af hverju svífa geimfarar úti í geimnum ?
Gæti verið líf á öðrum hnöttum ?
Hvað er vetrarbraut ?

Hvað heldur reikistjörnunum á réttri braut ?
Hverjar eru reikistjörnurnar ? Eru þær allar eins?

 

Orðakistill
Vetrarbraut, Sólkerfið, Sólin, reikistjörnurnar, Merkúr, Venus, Jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus, Neptúnus, Plútó,
hnöttur, aðdráttarafl, geimferðir, þyngdarleysi, himinhvolfið, stjörnumerki.


Vinnubók
Teiknað frjálst um efnið
Sýnishorn

Landnemi orti:
Um sólarlagsbil
rennur sólin heimsenda til
og allt er svo undur hljótt
og svo fallegt og svo rótt
og áin logagyllt,
allt er unaði fyllt.


Geimfari

Sólkerfið Jörðin Evrópa Norðurlönd Ísland Eldgosið Landslag Dýralíf Orka Landkönnuðir Örnefni Gróðurfar Veðurfar