Saga landnema á
Kisulandi
Einu sinni fór Kislendingur upp á fjall að leita
kinda. Hann varð bráðlega svo þyrstur að hann vildi fá sér vatn úr læk. Lagðist
hann niður til að drekka en þá var vatnið ekki kalt eins og hann hafði haldið,
heldur var það heitt og flýtti hann sér þá niður fjallið til að segja fólkinu
frá þessum óvænta fundi. Svona fundu Kislendingar hitann í jörðinni. |
|
Úr ritgerð um rafmagnið
Rafmagn er mjög hættulegt.Ef kæruleysislega er farið
með það getur það drepið mann á einni sekúndu. Rafmagn er mjög nauðsynlegt. Án
þess gætum við ekki bara stutt á takka og sett alls konar vélar í gang. Rafmagnið
fer eftir leiðslum. Víða má sjá staura með snúrum, sem flytja orku í heimahús og
fleira. Skógarfoss var fyrstur virkjaður á Nautlandi og kostaði mikið erfiði. Við
þurftum að leggja vegi og byggja brýr til að koma efninu í virkjunina upp í
fjöllin.
|