Land-jord

Jörðin

Viðfangsefni
Jörðin er heimili okkar allra og nauðsynlegt að læra um hvað getur valdið henni skaða og læknað hennar mein.
Nútímabörn vita meira en við fullorðna fólkið vissum á þeirra aldri, hve miklir skaðvaldar við mennirinir erum móður jörð ef við hugsum eingöngu um að taka án þess að gefa í staðinn.
Það er sárt til þess að hugsa að eina lifandi tegundin á jörðinni sem veldur svo miklum spjöllum skuli vera mannskepnan sem menntar sig og á aðgang að vísindalegum niðurstöðum rannsókna en kærir sig oft á tíðum kollótta
um afdrif sköpunarverksins
Börnin fá heimskort eða hnattlíkan til að skoða. Þar fræðast þau um hvernig löndin eru flokkuð saman í álfur og hversu mörg og ólík lönd eru innan sömu álfu. Mörg barnanna hafa ferðast til hinna ólíkustu landa og trúlega frá mörgu að segja. Gaman er að láta þau koma með myndir eða minjagripi í skólann og segja frá þeim.

Umræðuefni:
Efni, lögun, líf, veður, jarðarbúar, pólar, áttir, álfur, höf,
kynþættir, dýralíf, gróður, hnöttur, gufuhvolf.
Hvernig er jörðin í laginu ? Hvað er gufuhvolf ?
Hvort þekur stærra svæði haf eða land á jörðinni ?
Hvað heldur vatninu við jörðina ? Hvaða áhrif hefur tunglið á jörðina ?
Hve mörgum sinnum verður nýtt tungl til á ári ?
Hvers vegna er tunglið stundum bara hálft ? Hefur jörðin alltaf verið eins ?
Getur hún breyst ? Hvernig ? Við kulda ? Við hita ?
Ræða samspil hita, kulda og lífsskilyrða á jörðinni.
Hvað heita nyrsti og syðsti hluti jarðar ? Hvaða dýr lifa þar ? Hvar er heitast ? Hvar er kaldast ? Er allt fólk á jörðinni eins á litinn ? Eru verðmæti í jörðinni ?
Hvað eru heimsálfur? Er friður um allan heim ? Hvaða lönd þekkjum við? Mismunandi tungumál.

 

Orðakistill
Hitabelti, kuldabelti, gróðurbelti, lengdarbaugar, breiddarbaugar, miðbaugur, veðurfar, hafstraumar, heimsálfur, sólmyrkvi, tunglmyrkvi, auðlindir, nöfn heimsálfanna.

 

Vinnubók
Jörðin að utan - Jörðin að innan - Mismunandi þjóðflokkar
Sýnishorn

Leikur:
Hvar og hvar er?
Í heimaskrift í 8 ára bekk hef ég gefið forskrift með landfræðilegum nöfnum. Þá eiga börnin að skrifa og einnig finna á korti staðinn og vita næsta dag þegar heimavinnunni er skilað.

Landnemi orti:
Um sólarlagsbil
rennur sólin heimsenda til
og allt er svo undurhljótt
og svo fallegt og svo rótt
og áin logagyllt, allt er unaði fyllt.


Hnöttur

Sólkerfið Jörðin Evrópa Norðurlönd Ísland Eldgosið Landslag Dýralíf Orka Landkönnuðir Örnefni Gróðurfar Veðurfar