Land-grodurf

Gróðurfar

Viðfangsefni
Til þess að geta numið nýtt land er nauðsynlegt að kynna sér gróðurfar þessa hluta hnattarins. Hér er ástæða til að taka góðan tíma því að hér eru margar trjá og blómategundir til að fræðast um. Einnig er sjálfsagt að bera saman aðra hluta jarðarinnar hvað gróðurfar snertir. Hér er líka tækifæri til að tala um hve jörðin er síbreytileg, minnast á kuldaskeið, þ.e. þegar hafís lá yfir miklum hluta Evrópu og hvað mundi gerast ef hitnaði í lofti svo jöklar bráðnuðu.

Umræðuefni
Hvaða gróður er á nýja landinu?
Hvað getur spillt gróðri?
Er gróður dýrmætur? Hverjum?
Hvernig getum við verndað gróðurinn?

 

Orðakistill
Nöfn á grösum, blómum og trjám. Uppblástur - fok - ofbeit - skjólbelti - áburður

 

Vinnubók
Teiknað frjálst um gróður á nýja landinu
Sýnishorn


Þjóðsöngur Skageyjar:

Þú ert heppið blóm
að vera á þessu landi
sem er byggt á grjóti, mold og sandi.
Hér ríkir Guðs andi.
Hér er friður.
Í ánum ómar fallegur kliður.
Heillastjarna á berum himni skín
og þarna flýgur friðardúfan mín.

 

blom o1.gif (47843 bytes)

Sólkerfið Jörðin Evrópa Norðurlönd Ísland Eldgosið Landslag Dýralíf Orka Landkönnuðir Örnefni Gróðurfar Veðurfar