Eldgosið
Viðfangsefni
Skoðaður er þverskurður af jörðinni og þeir staðir á hnettinum sem liggja á sprungusvæðum. Rakin er saga eldsumbrota á Íslandi og víðar í heiminum t.d. með hliðsjón af fréttum. Kynna sögu Surtseyjar og Vestmannaeyjagossins og afleiðingar Skaftárelda. Nýja landið rís úr sæ á sömu slóðum og Ísland þ.e.a.s. veður og gróðurfarslega svo að börnin geti alltaf tekið mið af aðstæðum sem þau þekkja. |
Umræðuefni
Innviðir jarðar - Eldgos - Gossvæði - Surtsey - Vestmannaeyjar Hvernig nýtt land verður til? Hvernig grær landið upp? Rætt um friðun Surtseyjar í rannsóknarskyni. |
Orðakistill Neðansjávargos, dýpi, grynni, fiskimið, hraun, jarðhiti,eggjagrjót. |
Úr
fórum landnema á Birkilandi: Land verður til Fyrir nokkuð löngu varð mikið neðansjávargos ekki langt frá Íslandi. Það gaus lengi og loks birtist kolsvört hraunhrúga, sem var í laginu eins og tré. Fyrst var landið eintóm auðn og ekkert líf. Svo fóru fuglar smátt og smátt að bera þangað fræ. Eftir langan tíma var landið orðið gróðri vaxið bæði af grasi og trjám. Það er alveg ótrúlegt hvað lífið er seigt að bjarga sér. Sjómenn sigldu í kringum landið og flugvélar sveimuðu yfir því. Mönnum leist vel á þetta nýja hreina land. |
Vinnubók |
Landnemi orti: |