Hestur

Efni: hvítt stíft karton, garn, borði, lím ,hefti

PIC00008he.jpg (7583 bytes)
Hlutar hestsins eru skrokkurinn, aftur og frampartur, fax tagl og beisli.

PIC00010he.jpg (7209 bytes)
Skrokkurinn er 29cm x 24 cm. Brotnar eru 1,5 cm ræmur inn af löngu hliðunum og klippt upp að brotinu með 1,5 cm millibili.

PIC00007he.jpg (7087 bytes)
Afturparturinn er 16 x 10 cm.

PIC00011he.jpg (7818 bytes)
Taglið er heft á sinn stað. Líka er hægt að festa það á þegar búið er setja hestinn saman.

PIC00012he.jpg (6923 bytes)
Framhlutinn er 34 x 10 cm. Upp að hálsi eru 16 cm og þar er brotið þvert. Efri hlutinn er brotinn þvert  yfir miðju og skiptist í háls og höfuð. Bringa og fætur eru lituð. Framhlutanum er nú snúið við og andlitið á hestinum er teiknað hinum megin.

PIC00016he.jpg (8230 bytes)
Hér sést framhlutinn þegar hann er kominn á skrokkinn. Klippt er upp í eyrun  og þau sperrt upp.

PIC00014he.jpg (7847 bytes)
Skrokkurinn er sveigður og fram og afturpartur límdir á.

PIC00013he.jpg (9387 bytes)
Vegna stífleika kartonsins er gott að hefta endana niður.


PIC00019he.jpg (7236 bytes)
Ennistoppurinn er límdur á.

PIC00021he.jpg (7654 bytes)
Faxið límt þétt á hálsinn sem er sveigður til hliðanna.

Ef spenna á kerru bóndans aftan í hestinn er byrjað á að hefta kerrukjálkana aftast á lendar hans. Bóndinn er festur við kerrubakið.

PIC00027he ma 2.jpg (8331 bytes)
Miðjan á beislisborðanum er heft eða límd þvert yfir andlitið.

PIC00025he ke ma.jpg (8962 bytes)
Beislið er strekkt í hendur bóndans og heft þar.

Ef fætur hestsins eru of linir er hægt að styrkja þá með t.d. íspinnaspýtum.

  PIC00026he ma.jpg (8833 bytes)