
Hlutar hestsins eru skrokkurinn, aftur og frampartur, fax tagl og
beisli.
|

Skrokkurinn er 29cm x 24 cm. Brotnar eru 1,5 cm ræmur inn af löngu
hliðunum og klippt upp að brotinu með 1,5 cm millibili.
|

Afturparturinn er 16 x 10 cm.
|

Taglið er heft á sinn stað. Líka er hægt að festa það á
þegar búið er setja hestinn saman.
|

Framhlutinn er 34 x 10 cm. Upp að hálsi eru 16 cm og þar er
brotið þvert. Efri hlutinn er brotinn þvert yfir miðju og skiptist í háls og
höfuð. Bringa og fætur eru lituð. Framhlutanum er nú snúið við og andlitið á
hestinum er teiknað hinum megin.
|

Hér sést framhlutinn þegar hann er kominn á skrokkinn. Klippt er
upp í eyrun og þau sperrt upp.
|

Skrokkurinn er sveigður og fram og afturpartur límdir á.
|

Vegna stífleika kartonsins er gott að hefta endana niður.
|

Ennistoppurinn er límdur á.
|

Faxið límt þétt á hálsinn sem er sveigður til hliðanna.
|
Ef spenna á kerru bóndans aftan
í hestinn er byrjað á að hefta kerrukjálkana aftast á lendar hans. Bóndinn er
festur við kerrubakið. |

Miðjan á beislisborðanum er heft eða límd þvert yfir
andlitið.
|