
Í kerruna þarf renning að stærð 35 cm x 12 cm. Brotið er upp
á báðar löngu hliðarnar, 2 cm breiða ræmu. Strikað er ofan í brotin og ræmurnar
skreyttar með viðarmunstri. Í miðhlutanum snúa fjalirnar þvert.
|

Aftan á renningnum þarf aðeins að teikna og lita hliðarnar.
Miðjan er klippt úr frá öðrum endanum ca. 10 cm partur. Í hinn endann eru klipptar
rifur uppí brotin 8 cm langar.
|

Hliðarnar eru nú brotnar upp á við aftur, bakið brotið upp og
endarnir á kerrukjálkunum brotnir aftur fyrir og heftir við bakið.
|

Hér má sjá sýnishorn af viðarmunstri, fjalir og naglar.
|

Hjólin er 2, ca 8 cm í þvermál og lituð báðum megin.
|

Að lokum eru hjólin límd á kerruna.
Síðan er hægt að tengja kerruna við hest eða bíl.
|