Bóndi

Efni: Stíft karton, ullarsokkur eða vettlingur og gróft garn.

PIC00014ma.jpg (6543 bytes)
Hlutar bóndans eru: handleggjalaus líkaminn, handleggirnir og sokkur eða vettlingur. Viðmiðunarhæð bóndans er 30 cm.


Renningnum í skrokkinn skiptist í þrjá hluta, haus, maga og fætur.
Skrokkurinn er teiknaður og klipptur út. Klippt er upp að maganum á milli fótanna. Bóndinn er litaður bæði að aftan og framan.

PIC00016ma.jpg (6336 bytes)
Handleggirnir eru teiknaðir í einu lagi og klipptir út. Ermarnar og vettlingarnir eru litaðir báðum megin. Handleggjalengjan er 25 cm.

PIC00018ma.jpg (6144 bytes)
Hárið er gert úr garninu og límt efst á ennið á bóndanum. Einnig má setja á hann skegg.

PIC00020ma.jpg (6567 bytes)
Handleggirnir eru nú límdir aftan á bóndann og brotnir fram.

 

PIC00022ma.jpg (7400 bytes)
Totan er klippt af um miðjan leistinn og verður að húfu.

 

PIC00023ma.jpg (7392 bytes)
Hællinn er klipptur af.
Nú höfum við efni í vesti á bóndann.

PIC00024ma.jpg (7333 bytes)
Til þess að fá handvegina er klippt niður að stroffinu til beggja hliða.

Bóndinn er nú klæddur í vestið neðan frá og það heft við hann á báðum öxlum. Húfunni er komið fyrir og hún heft á til að hún tolli.

PIC00025ma.jpg (6923 bytes)

Liðamót: Handleggirnir eru brotnir fram við axlir, einnig olnbogar og úlnliðir. Rassinn brotinn svo hann geti setið, hnén brotin upp og ökklarnir upp.

PIC00026ma.jpg (6713 bytes)